Skilmálar
- Miðakaup þín teljast persónubundið og afturkallanlegt leyfi til að sækja viðburði, sem er ávallt í eigu viðburðahaldara.
- Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.
- Miðarnir þínir eru seldir af viðburðahaldara beint til viðskiptavinar. Miðar sem keyptir eru á hátt sem samræmist ekki reglum okkar um miðakaup verða gerðir ógildir.
- Þú samþykkir og ert bundin(n) þeim skilmálum sem eiga við þennan viðburð.
- Aðstandendur taka enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
- Miðar geta einungis verið keyptir í gegn um fludirumverslo.is. Allir miðar keyptir í gegnum þriðja aðila verða gerðir ógildir.
- Korthafi verður að vera viðstaddur þegar gengið er inn á tónleikastað. Allir aðrir miðahafar sem eru undir sama nafni þurfa að ganga inn á sama tíma.
- Miðinn þinn eða miðar verða samstundis gerðir ÓGILDIR ef þeir eru endurseldir eða boðnir til sölu.
- Miðar fást ekki endurgreiddir nema góð og gild ástæða sé fyrir forföllum.
- Til þess að miði sé gildur þarf miðakaupandi ávallt að geta sýnt eftirfarandi á staðsetningu viðburðar.
- Miðann eða miðana.
- Kredit- eða debetkortið sem var notað í kaupferlinu eins og kemur fram á bókunarstaðfestingu.
- Bókunarstaðfestingu.
- Gilt skilríki með mynd sem passar við nafnið á bókunarstaðfestingunni og kredit/debet kortinu.
Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað, eins og þú myndir geyma fjármuni eða aðra miða. Viðburðahaldari tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda.